Fréttir

Búið er að stinga í gegn og heiðin fær vel búnum bílum.

10. maí 2024 : Mjóafjarðarheiði opnuð

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum bílum. Búið er að stinga í gegnum skaflana sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra háir. Mikill snjór er enn á heiðinni og krapi og klaki á veginum. Áfram verður unnið að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar geti mæst með góðu móti.

Morgunfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu var haldinn 7. maí 2024.

8. maí 2024 : Á 174 km hraða í gegnum vinnusvæði

Vel var mætt á morgunfund Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem haldinn var þriðjudaginn 7. maí. Meðal fyrirlesara var Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri ÍAV, sem greindi frá því að bílar hafi mælst aka á yfir 170 kílómetra hraða í gegnum vinnusvæði þar sem hámarkshraði er merktur 50 km/klst.

Álfsnesið í Landeyjahöfn

7. maí 2024 : Dýpkun í Landeyjahöfn

Eftir erfiðan vetur í Landeyjahöfn hefur farið fram ítarleg skoðun á því hvernig mögulegt er að efla afköst og árangur dýpkunar í höfninni.  Sú skoðun hefur leitt í ljós að skipið Álfsnes hentar vel til dýpkunar við þær aðstæður sem eru uppi í Landeyjahöfn en áætlun um aukna nýtingu hefur einnig verið sett fram, áætlun sem gæti aukið afköst um allt að 50 prósent.

Fréttasafn