Fréttir

Hraun sem rann yfir Grindavíkurveg

25. mars 2024 : Ekki opið um Grindavíkurveg yfir nýja hraunið ennþá

Það hefur ekki verið opnað fyrir umferð um Grindavíkurveg þar sem gerður hefur vegur yfir nýtt hraun öðru sinni. Unnið er að því að setja upp stikur og laga fláa til að bæta öryggi vegarins.
Flugvél Ernis

24. mars 2024 : Flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur boðið út næsta vetur

Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina desember til febrúarloka verður boðið út fyrir næsta vetur. Þess misskilning hefur gætt að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið tekin.
Umferðin.is, upplýsingavefur Vegagerðarinnar, hlaut 1. verðlaun sem samfélagsvefur ársins 2023.

22. mars 2024 : Umferðin.is - Samfélagsvefur ársins 2023

Umferðin.is , upplýsingavefur Vegagerðarinnar, hlaut 1. verðlaun sem samfélagsvefur ársins 2023 þegar Íslensku vefverðlaunin 2024 voru veitt á dögunum. HönnunarstofanKolofon og Greipur Gíslason unnu að umferðin.is í nánu samstarfi við Vegagerðina. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) standa að Íslensku vefverðlaununum. Þetta er í annað sinn sem umferðin.is hlýtur þessi verðlaun.  

Fréttasafn