Fréttir

Varnargarður við Suðurstrandarveg.

17. mars 2024 : Suðurstrandarvegur í hættu

Hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt og hætt er við að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg sem nú er lokaður. Engin ógn er við Nesveg sem stendur. Vegurinn er fær en laskaður eftir fyrri atburði á svæðinu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála og beðið er með aðgerðir á meðan enn gýs. Allir vegir til og frá Grindavík eru lokaðir fyrir almenna umferð sem stendur.

Lágrenningur

16. mars 2024 : Útlit fyrir mjög slæmt veður á Vestfjörðum og Snæfellsnesi

Búast má við lokunum vegna, vegna ófærðar eða snjóflóðahættu, sunnudag 17. mars og fram á mánudag jafnvel, vegna spár um verulega slæmt veður sem verður verst á Norðvesturlandi. Reynt verður að halda vegum sem mest opnum en ljóst er að það verður tæplega nokkurt ferðaveður.
Tölvuteikning af nýrri Ölfusárbrú.

12. mars 2024 : Eitt tilboð í byggingu Ölfusárbrúar

Tilboð í samkeppnisútboði vegna hönnunar og byggingar brúar yfir Ölfusá voru opnuð í dag, þriðjudaginn 12. mars. Eitt tilboð barst í verkið frá ÞG verktökum ehf.

Fréttasafn