Fréttir

Morgunfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu var haldinn 7. maí 2024.

8. maí 2024 : Á 174 km hraða í gegnum vinnusvæði

Vel var mætt á morgunfund Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem haldinn var þriðjudaginn 7. maí. Meðal fyrirlesara var Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri ÍAV, sem greindi frá því að bílar hafi mælst aka á yfir 170 kílómetra hraða í gegnum vinnusvæði þar sem hámarkshraði er merktur 50 km/klst.

Álfsnesið í Landeyjahöfn

7. maí 2024 : Dýpkun í Landeyjahöfn

Eftir erfiðan vetur í Landeyjahöfn hefur farið fram ítarleg skoðun á því hvernig mögulegt er að efla afköst og árangur dýpkunar í höfninni.  Sú skoðun hefur leitt í ljós að skipið Álfsnes hentar vel til dýpkunar við þær aðstæður sem eru uppi í Landeyjahöfn en áætlun um aukna nýtingu hefur einnig verið sett fram, áætlun sem gæti aukið afköst um allt að 50 prósent.

Umferðin hlutfallsleg aukning

7. maí 2024 : Mikil aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu í apríl

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum aprílmánuði reyndist ríflega tólf prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári síðan. Aldrei hafa fleiri ökutæki farið um mælisnið Vegagerðarinnar í apríl. Nýtt met hefur þannig verið slegið. Umferðin frá áramótum hefur aukist um fimm prósent.

Fréttasafn